Microblade Tattoo

Erla Maren býður upp á varanlega förðun (tattoo) skerpingu og mótun á nátturulegan hátt. Hentar sérstaklega vel fyrir fólk sem hefur lítið af hárum í augabrúnunum, eða engin hár. Einnig hentug þeim sem vilja fá mótun á augabrúnirnar, sjá illa eða vilja spara sér tíma sem fer í að teikna þær upp dag hvern.
Hver og einn viðskiptavinur upplifir persónulega þjónustu og fær allar þær    leiðbeiningar sem eiga við hverju sinni, með   litaval og form sem hentar vel til að fá sem   besta útkomu. Eingöngu eru notaðar hágæða vörur frá Swiss-Color sem eru án allra aukaefna eins og nikkel og iron oxið. Allir litir  frá Swiss-Color eru ofnæmisfríir og þeir lita breytast ekki, en það er mælt með að skerpa litinn á 12-18 mánaða fresti. Liturinn lýsist mismikið með tímanum en sól, snyrtivörur, húðgerð og frumuendurnýjun eru þar ráðandi þættir þar sem litarefnið er sett mjög grunnt í efstu lög húðarinnar.

 

Meðferð:

 • Í fyrsta tíma er fyllt út form með öllum upplýsingum um heilsu viðskiptavinar.
 • Áður en meðferð hefst þá er formið teiknað upp í samráði við viðskiptavininn hverju sinni.
 • Það þarf að koma í 2 skipti með 4-6 vikna millibili

 

 Verð

Microblade/Hairstroke tattoo   -  2 skipti  (með 4-6 vikna millibili)        48.000 kr
Skerping á eldra tattoo - eftir Erlu Maren   - 1 skipti  (innan 2 ára)      23.000 kr

 

Gott að vita / Algengar spurningar

 

Hvað þarf að gera áður en komið er í meðferð?

 •  Mælt er með að lita og plokka brúnirnar fyrir augabrúna tattoo
 •  Þvo hár vel sama dag eða daginn fyrir meðferð
 •  Mæta hrein/n og án farða í meðferðina
 

Hvað þarf að varast fyrstu dagana eftir meðferð?

 • Ekki bleyta svæði fyrr en allt hrúður er farið
 • Ekki fara í ræktina, gufu, heitan pott, sund eða sólbað fyrstu 10 dagana eftir meðferð
 • Forðast eftir fremsta megni að koma við meðferðar svæðið
 • Hreinlæti mjög mikilvægt, þvo hendur og spritta reglulega
 • Nákvæmar leiðbeiningar varðandi meðhöndlun sem og eftir meðferðar vörur frá Swiss Color eru gefnar að lokinni fyrstu umferð í meðferð hverju sinni

 

Má koma í meðferð ef þú ert með frunsu?

 • Nei það má ekki koma í meðferð ef frunsa er til staðar. Mælt er með fyrir alla að taka frunsulyf nokkrum dögum fyrir meðferð og hætta þremur dögum áður en mætt er.

Má koma í varanlega förðun ef þú ert í lyfjameðferð? 

 • Já það má koma í varanlega förðun í samráði við lækni.

Þarf að lita og plokka brúnirnar þótt þú sért búin að fá tattoo?

 • Þar sem tattoo er litun á húðinni, þarf alltaf að lita og plokka hárin

Eru meðferðir sársaukafullar?

 • Deyfikrem er notað við allar meðferðir, og í flestum tilfellum finnur viðkomandi lítið fyrir meðferðinni

Hvað tekur hver meðferð langan tíma?

 • Fyrsti tími í meðferð tekur lengri tíma, þar sem þarf að fylla út form með öllum upplýsingum um heilsu viðskiptavinar og að móta og teikna upp í samráði við óskir viðskiptavinarins, að hámarki tveir og hálfur tími
 • Endurkoma tekur að jafnaði um  2 klukkustundir

Eru tattoo litirnir frá Swiss Color viðurkenndir?

 • Allir litir frá Swiss Color eru viðurkenndir, vottaðir og án allra aukaefna
 • Það eru engir málmar í litunum eins og nikkel og iron oxið. Litirnir litabreytast ekki og eru ekki ofnæmisvaldandi

Er hægt að laga gamalt tattoo?

 • Meta verður hvert gamalt tattoo fyrir sig hverju sinni, í flestum tilfellum er hægt að laga eldri tattoo
 • Ef ekki er hægt að laga þá er hægt að fjarlægja eldri tattoo með laser á viðurkenndum stofum

Af hverju þarf að koma tvisvar sinnum í meðferð?

 • það þarf alltaf 2-3 skipti til að fullklára varanlega förðun
 • Varanleg förðun er ekki endanleg, það þarf að halda litnum við á ca 12-18 mánaða fresti
 • Í gróanda ferlinu þá lýsist liturinn um 30–40%. Þar sem liturinn er settur mjög grunnt í efsta lag húðarinnar, og þarf því alltaf að skerpa litinn í endurkomu

Hversu lengi endist varanleg förðun?

 • Varanleg förðun hverfur aldrei úr húðinni en yfirborðið lýsist með tímanum, húðgerð og lífsstíll hvers og eins eru þar ráðandi þættir
 • Við mælum með skerpingu á litnum á 12 til 18 mánaða fresti

Erla Maren vinnur á Mey snyrtistofu á Akranesi og hægt er að panta tíma hjá henni í gegnum síðuna hjá okkur eða í gegnum facebook síðu hennar https://www.facebook.com/Microblade-Erla-Maren-104515341176075/